Samgöngur á Fljótsdalshéraði byggjast fyrst og fremst á vegum og alþjóðlegum flugvelli. Gæti einnig byggst á siglingum á Leginum (Lagarfljótið, Lögurinn(fljót stöðuvatn)) og sjósamgöngum við Evrópu. Skoðum málin nánar:

Í skýrslunni “Vaxtarsamningur Austurlands”, sem gerður var við Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið í júlí 2006, voru tekin saman mörg atriði sem heimamenn höfðu verið að vinna að í lengri eða skemmri tíma.  

Á Austurlandi hafa verið gerðir skógræktarsamningar í gegnum Landshlutaverkefnin í skógrækt um ræktun skóga á um 16.000 hektara aflandi. 

Það er óvíða jafn skýrt hvað sundurlyndi og hrepparígur getur valdið miklu tjóni eins og hér á Austurlandi

Miðflokkurinn vill ráða atvinnu og markaðsfulltrúa sem ynni náið með fyrirtækjum að því marki sem sveitarfélög geta beytt sér.

Miðflokkurinn vill ráða garðyrkjufræðing til starfa og hefja endurreisn ásýndar sveitarfélagsins í takt við það sem áður var.

Hvers vegna önnur vinnubrögð?

Ef vilji er til breytinga hjá okkur íbúum þá gerist það ekki án þess að taka þátt.  

Please reload

 

Sameiningamál

Það er óvíða jafn skýrt hvað sundurlyndi og hrepparígur getur valdið miklu tjóni eins og hér á Austurlandi, en jafnframt hvað samstaða getur skilað miklum árangri.  Til dæmis væri Alcoa Fjarðaál ekki starfandi á Austurlandi nema fyrir þá miklu samstöðu sem náðist um þá framkvæmd milli sveitarfélaga á svæðinu.  Miðflokkurinn vill ganga ótrauður til viðræðna við sveitarfélög í samræmi við niðurstöður skoðanakönnunar sem framkvæmd var nýlega, og jafnframt endurskoða þátttöku Fljótdalshéraðs í  byggðasamlögum, hvort þau séu að skila tilætluðum árangi eða jafnvel hamla eðlilegri sameiningu sveitarfélaga sem að þeim standa.  

Höfundur greinar er Sigurður Ragnarsson sem skipar 12 sætið hjá Miðflokknum á Fljótsdalshérað

 

Atvinnumál

Miðflokkurinn vill ráða atvinnu og markaðsfulltrúa sem ynni náið með fyrirtækjum að því marki sem sveitarfélög geta beytt sér.   Þar má nefna innleiðingu línulegrar stjórnunar sem byggir á meiri samvinnu milli hagsmunaaðila á fyrstu stigum verkefna.  Slíkt dregur mun meiri þekkingu og slagkraft að verkefnum strax í upphafi,  sem tryggir mun betri árangur og markvissari vinnubrögð.  Miðflokkurinn vill leita til sérfræðinga á þessu sviði og efast ekki um hagkvæmni og árangur slíkrar innleiðingar. 

Breyttir stjórnunarhættir með þessari innleiðingu ásamt atvinnu- og markaðsfulltrúa myndi einfalda fyrirtækjum alla vinnu í sambandi við leyfisveitingar, samskipti við opinberar stofnanir, þarfagreiningar, og markaðsmál, svo dæmi séu tekin, með aukinni samvinnu og aðkomu sérfræðinga á hverju sviði.

Höfundur greinar er Sigurður Ragnarsson sem skipar 12 sætið hjá Miðflokknum á Fljótsdalshérað

 

Umhverfismál

Miðflokkurinn vill ráða garðyrkjufræðing til starfa og hefja endurreisn ásýndar sveitarfélagsins í takt við það sem áður var.  Þó  við búum í einu fallegasta sveitarfélagi landsins þá vantar herslumuninn til að það verði fyrirmynd í ásýnd og umhverfismálum.  Hættum að agnúast útí iðnaðarhverfi og atvinnusvæði við innkeyrslur í þettbýlið og vinnum með þessum aðilum til dæmis með plöntum trjáa og runna til að breyta ásýnd þeirra.  Með markvissu starfi garðyrkjufræðings og línulegri stjórnun má gera umhverfisþáttinn að eðlilegum fasa í öllum fyrirtækjarekstri og í hugum okkar allra.  Það þarf ekki margar fjölskydlur til að flytja á svæðið eða hætta við brottflutning til að þetta starf margborgi sig til baka.   Það þekkja allir t.d. hve mun auðveldara er að selja hús ef því er vel við haldið og ekki skítur og skúm í hverju horni og sama gildir þegar fólk er að velja sér búsetu.

 

Miðflokkurinn vill ekki gefa neinn afslátt í umhverfisgæðum, hvort sem það er í umgengni, loftgæðum eða framveitumálum og að sveitarfélagið verði í fararbroddi á þessum sviðum, það er okkar markmið.

Gerð verði alvöru úttekt á núverandi leið í fráveitumálum og hvað kostar að fullklára það verkefni með fullri hreinsun og sú leið borin saman við áætlanir HEF.

Höfundur greinar er Sigurður Ragnarsson sem skipar 12 sætið hjá Miðflokknum á Fljótsdalshérað

 

Fráveitumálið

Við erum sennilega ekki að segja nein ný tíðindi þegar því er haldið fram að skiptar skoðanir erum um fyrirætlanir í fráveitumálum.  Hver svo sem hin "rétta" leið er þá er ljóst í okkar huga að upplýsa þarf betur um valkosti og leiðir áður en ákvörðun er tekinn.  Eru til fleiri leiðir en þær sem hafa verið í umræðunni?

Það er einfaldlega svo að ekki er hægt að fara í svona stórar framkvæmdir án þess að allt sé ljóst og forsendur skýrar.  Ef til þess kemur erum við hlynnt því að halda íbúakosningu um málið þegar valkostir hafa verið skýrðir.  

Höfundur greinar er Sigurður Ragnarsson sem skipar 12 sætið hjá Miðflokknum á Fljótsdalshérað

 

Hugmynda boxið

Ef vilji er til breytinga hjá okkur íbúum þá gerist það ekki án þess að taka þátt.  Við höfum sjálfsagt öll haft sterkar skoðanir á ýmsu í okkar samfélagi og tjáð okkur um það á ýmsum vettvangi.  Við viljum hinsvegar búa til vettvang til þess að nýta þessa orku en það gerist ekki án þátttöku.  Væntanlega búum við flest hérna vegna þess að við kjósum sjálf að búa hér, okkur þykir vænt um svæðið okkar og viljum sjá það dafna.  Við trúum því að einn liður til framfara sé einfaldlega sá að tala meira saman og vinna saman.  Flóknari eru þau fræði nú ekki að okkar mati.

 

Stórskipa höfn við Héraðsflóa.

Hvers vegna ekki?  Er ekki rétt að kanna möguleikana sem sveitarfélagið hefur og ekki segja strax, “Þetta er arfavitlaus hugmynd.  Kanntu annan?”

Já, - ég kann annan, en fyrst skulum við kíkja örlítið nánar á þetta tiltekna verkefni.  

 

Árið 1960 flutti Jónas Pétursson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftirfarandi  tillögu.

“Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta í samráði við vitamálastjóra fram fara rannsókn á hafnarstæðum við Héraðsflóa í þeim tilgangi að fá úr því skorið, hvort skilyrði til hafnargerðar séu þar fyrir hendi.” 

 

Tillaga þessi var samþykkt á Alþingi 27. mars 1961.  Hún þótti ekki vitlausari en það, að hún var samþykkt á hinu háa Alþingi.

 

Afdrif tillögunnar eru ekki kunn, því ekki hefur tekist að finna neitt um frekari úrvinnslu hennar og þar með verður að álykta að þessi samþykkt Alþingis hafi fallið á milli skips og bryggju, í orðsins fyllstu merkingu.  Er ekki tímabært að hafnaryfirvöld á Íslandi taki sér tak og klári það, sem þeim var sett fyrir 1961?

Sjórinn er gjöfull og það sem honum tengist.  Við þurfum fleiri og styrkari stoðir undir atvinnu uppbyggingu sveitarfélagsins.  Er ekki rétt að láta á það reyna, hvort sérfræðingar komast að þeirri niðurstöðu að það sé hægt að byggja stórskipa höfn við Héraðsflóa, - eða ekki.

 

Hugsum stórt, - það gerir það enginn fyrir okkur.

Höfundur greinar er Benidikt  Vilhjálmsson Warén. sem skipar 13 sætið hjá Miðflokknum á Fljótsdalshérað

 

Fljótsdalhérað er Mekka skógræktar á Íslandi.


Á Austurlandi hafa verið gerðir skógræktarsamningar í gegnum Landshlutaverkefnin í skógrækt um ræktun skóga á um 16.000 hektara aflandi. Þegar hefur verið planta í um 10.000 hektara síðan Landshlutaverkefnin fóru af stað á árunum frá 1990, mest á Fljótsdalshéraði. Þessir 10.000 ha er á misjöfnu vaxtarstigi, en þörf er fyrir mikla umhirðu til að auðlyndin nái að þroskast og þróast til hámarks afraksturs. Það bíða nú þegar þúsundir ársverka í skógarumhirðu. Ríkissjóður verður að leggja nytjaskógrækt meira til á móti því landi sem landeigendur hafa lagt til til að auðlyndi gefi hámarks arð inn í efnahag landsins og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs í framtíðinni. Þeir sem sitja í Bæjarstjórn eða verða valdir til þess verða að beita sér við ríkisvaldið til að verja þessa hagsmuni.

Höfundur greinar er Björn Ármann Ólafsson sem skipar 18 sætið hjá Miðflokknum á Fljótsdalshérað

 

Af hverju ættu sveitarfélög að fjárfesta í ferðaþjónustu ?

Ferðaþjónustu fylgja m.a eftirfarandi kostir:

Verulegur hvati fyrir hagvöxt og atvinnu. 
Skapar tekjur frá utanaðkomandi aðilum inn á markaðinn. 
Hjálpar til við að viðhalda staðbundinni þjónustu, svo sem verslunum og veitingastöðum. 
Eykur fjölbreytni í rekstri og atvinnulífi.
Styður endurmenntun, þjálfun og ný atvinnutækifæri á ýmsum sviðum. 
Veitir þeim tekjumöguleika sem þurfa eða vilja aukavinnu.
Leiðir til uppbyggingar og viðhalds á almannagæðum, t.d. sundlaugum, íþróttavöllum o.fl.
Styður við ýmsa viðburði, svo sem menningarviðburði, listviðburð og íþróttamót. 
Hvetur íbúa til að eyða frítíma í sveitarfélaginu. 
Hjálpar til við að byggja upp áhugavert samfélag, sem ýtir undir stolt og sjálfstraust íbúanna. 
Gefur möguleika á félagslegri aðlögun. 
Hvetur til menningarlegrar fjölbreytni. 
Hvetur til uppbyggingar á ónýttu landi og viðhalds á gömlum byggingum. 
Styður við húsavernd og friðun sem færir samfélaginu tekjur fyrir náttúru og byggð. 
Eflir jákvæða ímynd af svæðinu, laðar að fjárfestingu hvort sem er í ferðaþjónustu eða í öðrum greinum.

Uppbygging ferðaþjónustu er sameiginlegt verkefni

Sjálfbær ferðaþjónusta byggir á skilvirku samspili margra aðila. Sveitarstjórn getur stuðlað að samræmingu og eflingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og ýtt undir samvinnu og ábyrgð

 

 

Höfundur skipar 4 sæti Miðflokksins á Fljótsdalshéraði

Gunnar Þór Sigbjörnsson

 

Egilsstaðir – Skömm eða skemmtun.

Skít og skömm

 

Ég hélt ég hefði skrifað nóg um fráveitu til að menn stöldruðu við, en það virðist ekki hafa tekist.  Ég er viss um að stjórn hitaveitunnar lét teyma sig út í þessa leið og getur ekki staðið frammi fyrir mistökum sínum.  Ég vona að eftir 4-5 ár þegar menn standa frammi fyrir hundruðum milljóna króna förnum í súginn, og fráveitan fjarri því að standast lög reglur, að bæjarbúar minnist þess að þeir hefðu getað valið framsæknustu umhverfisleið sem farin hefur verið á Íslandi í langan tíma og verið stolt af.

 

Ég fæ óbragð í munninn af þessarri skynheilögu umhyggju sem menn bera allt í einu fyrir Eyvindará, samt hefur saurgerlamengun í henni nánast ALDREI á Bólholts tímanum farið yfir þau mörk sem finna má í óhreinni borðtusku.  Það að mælist 1000 saurgerlar í Eyvindará við mesta yfirfall á móti 12.000.000 sem á að sleppa LINNULAUST í Lagarfljót nokkrum metrum norðar, og það með hundruða milljóna aukakostnaði, er auðvitað galið.

 

Misskilningur Stefáns Boga um lyktarmengun er auðvitað jafn dapurlegur, hvort er líklegra að verði lyktarmengun af skólpstöð sem safnar öllu jukkinu saman í risavaxinni síunarstöð eða í lokuðum  hreinsivirkjum sem grafin eru neðanjarðar. Eða gæti kannski verið að lyktarmengunin hafi orðið til við bilun í dælubrunni fyrir norðan Bónus og jukkið látið fara útí skurð meðan gert var við, eða vegna bilunar í brunni í Norðurtúni þar sem jukkið var leitt framhjá hreinsivirkinu og beint í Eyvindará.  

 

Það þarf auðvitað ekki annað en kynna sér mælingar Heilbrigðiseftirlits Austurlands til að sjá sannleikann, en sannleikurinn er aukaatriði í málinu hjá sumum.  Síðasta hálmstráið sem notað var sem rök gegn hreinsivirkjum Óskars var að tannþráður hefði einu sinni á þessum fimmtán árum skemmt geislunarperu svo skipta þurfti um hana, HRÆÐILEGT !

 

Gaman og gosbrunnar

 

Það er svo ótalmargt sem við getum gert til framþróunar fyrir sveitarfélagið okkar, og VÖK er dæmi um það, aðkomu HEF að því ber að þakka.  HEF gæti verið með eitt skemmtilegt gosbrunnaverkefni í gangi á ári og svo mætti gera eitthvað skemmtilegt upp í Selskógi. Talandi um Selskóg þá getum við bæði búið til fallegasta tjaldsvæði landsins og einn skemmtilegasta afþreyingargarð landsins ef ekki væri fyrir lítinn sérviskuhóp sem bannar allt sem viðkemur skóginum,  því það getur ekki hugsað sér að heyra hlátrasköll í börnum á göngutúrnum.

 

Fáum Walt Disney fyrirtækið til að markaðssetja orminn fyrir okkur, þeir eru að leita að svona verkefnum um allan heim, byggjum göngubrú yfir Eyvindarárgilið þar sem leikmyndahönnuðir hanna sprungur, tröll og skrímsli undir brúnni og aðrar áskoranir sem allir verða að upplifa sem koma á staðinn, svo dæmi séu tekin.

 

Umhverfi og atvinna

 

Skverum bæinn okkar upp með því að ráða garðyrkjufræðing sem skipuleggur gróðursetningar og umhirðu í samvinnu við verktaka, fyrirtæki og vinnuskólann.  Við sem eldri erum munum hve bærinn okkar var fallegur og krakkarnir í vinnuskólanum unnu markviss umhverfisverkefni sem þau gátu bent á og verið stolt af.   Hættum að agnúast útí iðnaðarsvæðin og notum einfaldlega gróður til að fela þau, erum við ekki í mesta skógræktarhéraði landsins.

 

Ráðum atvinnu- og markaðsfulltrúa sem alltaf væri úti á örkinni til að aðstoða fyrirtæki og líka stofnanir sveitarfélagins við þróun vöru sinnar og þjónustu og ekki síst kynningarmál.  Það er fullt sem sveitarfélagið getur gert án þess að vera í atvinnurekstri sjálft. Það getur safnað saman upplýsingum hvað varðar samskipti við opinbera aðila og leyfisveitingar og slíkt og lagst á árarnar í markaðsmálum, verkefni fá oft meiri vigt þegar sveitarfélag stendur á bak við þau.  Það er vont að sjá á eftir fyrirtækjum eins og Barra og Herði og mörgum öðrum án þess að heyrist hósti né stuna frá sveitarfélaginu, nema kannski smá bókun einhverstaðar í óskiljanlegum fundagerðum.

 

Það skapast ævinlega sú umræða hvar eigi að taka peninga til ráðningar á nýjum starfsmönnum eða í dægurmál, og svo er skorið niður.  Það þarf sundum að eyða til að græða, þessi lögmál gilda einnig hjá sveitarfélögum. Það er hægt að spara sig í hel. Ég held að einkenni góðrar stjórnunar sé einmitt að geta lesið á milli línanna, það er svo auðvelt að detta í þann pytt að starblína á útgjöldin en sjá ekki hvað það gefur í tekjur á móti.   Ein fjögurra manna fjölskylda sem flytur í sveitarfélagið greiðir að meðaltali 2,5 milljón í útsvar og fasteignagjöld á ári svo dæmi séu tekin, fyrir utan öll önnur óbein áhrif. Það þarf ekki margar fjölskyldur til að borga garðyrkjufræðinginn eða uppbyggingu í atvinnulífinu til að skila atvinnufulltrúanum margfalt til baka.

 

Fólkið heim.

 

Þjóðfélagið hefur breyst og fólk er mun færanlegra en áður var og nú er lag, fólk er byrjað að átta sig á að það sé líf utan suðvesturhornsins, við eigum að keyra á þessa staðreynd.  Við þurfum einfaldlega að hafa ákveðna grunnþætti í lagi, skóla, leikskóla, ásýnd og afþreyingu til að mynda, og í Guðs bænum ekki hallærislegar frímerkjalausnir sem alltaf eru dýrari þegar upp er staðið, skúrbyggingar eða kjallaraholur fyrir börnin okkar, hugsum aðeins stærra, það skilar sér

 

Ég hef komið aðeins að starfi Miðflokksins, en þar er hópur fólks sem vill einfaldlega reyna að ná bestu og hagstæðustu niðurstöðu í öll mál með því að beita aðferðafræði sem þekkt er og byggir í einföldu máli á að draga ÖLL sjónarmið og ALLA þekkingu að borðinu strax og taka ákvörðun út frá því.

Þannig mætti taka upplýstar skynsamar ákvarðanir strax í stað þess að velta málum endalaust áfram með nýrri skýrslugerð, meiri nefndarvinnu, og meiri sérhagsmuna gæslu.  Það eru til færustu sérfræðingar á Austurlandi á þessu sviði, fáum þá til aðstoðar.

 

Byggjum ákvarðanir á skynsemi, framsýni og gerum daglegt líf skemmtilegra.  Leyfum okkar að fá góðar byltingarkenndar hugmyndir, og nýtum allar góðar hugmyndir hvaðan sem þær koma.  

 

Setjum X við M á kjördag

Sigurður Ragnarsson

 

Frístundagarður á Héraði

Í skýrslunni “Vaxtarsamningur Austurlands”, sem gerður var við Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið í júlí 2006, voru tekin saman mörg atriði sem heimamenn höfðu verið að vinna að í lengri eða skemmri tíma.  Sum þessara verkefna, í samningi þessum, eru komin til framkvæmda en önnur ekki. Ýmsar ástæður liggja þar að baki að ekki hefur tekist að þoka tillögum áfram. Ein athyglisverðasta tillagan, sem liggur enn óframkvæmd er eftirfarandi:

 

"Frístundagarður á Mið-Austurlandi

 

Tillaga: Uppbygging heilsárs frístundagarðs með smáhýsum og sameiginlegri aðstöðu til afþreyingar, fundar- og ráðstefnuhalda. Í sameiginlegri aðstöðu verður íþróttamiðstöð, heilsurækt, menntun, viðburðir og ráðstefnur, upplýsingamiðstöð, matur og drykkur og verslanir.  Gert er ráð fyrir að vinna ítarlega þarfagreiningu og markaðskönnun vegna garðsins byggða á fyrirliggjandi “pre-feasability” könnun.

 

Markmið

  1. Að byggja upp kjarna fyrir ferðaþjónustu á Mið-Austurlandi og styðja við og stuðla að uppbyggingu á afþreyingu, menningu og náttúruskoðun á svæðinu.

  2. Að byggja upp sjálfstætt samfélag og aðstöðu sem fullnægir þörfum gesta fyrir afþreyingu þegar möguleikar utan svæðisins eru takmarkaðir t.d. sökum veðurfars.

  3. Að skapa hlýlegt andrúmsloft allan ársins hring í andstöðu við misgott veðurfar landsins.

  4. Byggja upp aðstöðu fyrir nýja tegund ferðamanna sem sækja ráðstefnur og fundi og taka fjölskylduna með sér. Einnig aðstöðu fyrir fyrirtæki og samtök til að halda stærri fundi og ráðstefnur.

 

Rök: Þegar hefur verið framkvæmd ítarleg greining á fýsileika þess að byggja upp slíkan garð (1998). Greiningin “A unique concept for a unique destination, prefeasibility study for a bungalow park in Iceland” var unnin af erlendum ráðgjöfum með sérfræðiþekkingu í uppbyggingu skemmtigarða af þessu tagi. Í greiningunni er mælt með því að garðurinn verði um 250 íbúðir/smáhýsi og 7000 fm. þjónustu- og afþreyingarmiðstöð. Ráðgjafarnir mæltu með því að næstu skref yrðu að framkvæma ítarlegri þarfa- og markaðsgreiningu (full feasability study) og í kjölfarið unnið að fjármögnun, grunnhönnun og byggingarleyfum.

Í skýrslunni var jafnframt gerð grein fyrir því að talsvert verk væri enn óunnið varðandi mótun ferðaþjónustu á Íslandi og að mikilvægt væri að auka framboð á afþreyingu á öllu svæðinu til að hún stæði undir og gæti notið til fulls áhrifa af slíkum garði. Þá lögðu sérfræðingarnir mikla áherslu á að efla starfsemi flugvallar á Egilsstöðum, en beint millilandaflug til Egilsstaða myndi styðja við uppbyggingu á slíkum garði á svæðinu.  Í skýrslunni er lagt til að uppbygging garðsins verði fjármögnuð 30% af heimamönnum og 70% af erlendum aðilum og mætti þá líta til keðja sem reka frístundagarða t.d. í Hollandi.

 

Ábyrgð á framkvæmd: Þróunarfélag- og Markaðsstofa Austurlands bæru ábyrgð á mótunarfasa.

 

Aðrir þátttakendur: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Ferðamálaráð, flugfélög, sveitarfélög og fjárfestar.

 

Tímaáætlun: Gert er ráð fyrir að endanleg greining liggi fyrir innan tveggja ára með aðkomu erlendra sérfræðinga, arkitekta og verkefnastjóra í hlutastarfi.

 

Kostnaðaráætlun: Óskað er eftir framlagi sem nemur 5 milljónum á ári í tvö ár, samtals 10 milljónir.

 

Þetta var árið 2006.  Ég tel rétt, að ný bæjarstjórn á Fljótsdalshéraði undir stjórn Miðflokksins, beiti sér í að þoka þessu máli áleiðis að lokamarkinu.  Hafa þarf upp á gögnum Atvinnuþróunarfélagsins og hefja vinnu þar sem frá var horfið. Margar hindranir hafa nú þegar verið ruddar úr vegi og stöðugt er verið að kalla eftir afþeyingu á Austurlandi, til að gera svæðið gildandi í ferðamannageiranum og til að freista þess að ferðamenn dvelji lengur í fjórðungnum.

Hugsum stórt,  - það gerir það enginn fyrir okkur.

Höfundur skipar 13 sæti Miðflokksins á Fljótsdalshéraði

Benedikt Vilhjálmsson Warén

Samgöngur á Fljótsdalshéraði byggjast fyrst og fremst á vegum og alþjóðlegum flugvelli. Gæti einnig byggst á siglingum á Leginum (Lagarfljótið, Lögurinn(fljót stöðuvatn)) og sjósamgöngum við Evrópu. Skoðum málin nánar:

  1. Vegasamgöngur: Á Fljótsdalshéraði höfum við gríðarlega vegalengdir í tengivegum. Það er leiðin til Borgarfjarðar-eystri, til Vopnafjarðar um Hellisheiði, til Djúpavogs um Öxi, til Breiðdalsvíkur um Breiðdalsheiði, til Mjóafjarðar um Slenjudal og Mjóafjarðarheiði, til  Seyðisfjarðar um Fjarðarheiði og síðan þjóð nr.: 1 (Fagridalur og Möðrudalsöræfi).  Mikið af þessum vegum hafa ekki verið byggðir upp og malbikaðir.  Á þessum leiðum eru víða stórhættulegir kaflar þar sem mörg alvarleg slys hafa orðið.  Vegirnir eru þröngir, einbreiðar brýr og ómalbikaðir langir kaflar með kröppum beygjum eða algjörlega ómalbikaðir kaflar.

Í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði eru lengstu óuppbyggðu tengivegir á Íslandi. Á Fljótsdalshéraði er lensta einbreiða (breikkuð síðar í þröngar tvær breiddir) timburbrú á Islandi sem var byggð rétt upp úr aldamótunum 1900.  Þessi brú ber takmarkaðan þunga, sem er ótækt í nútíma þjóðfélagi.  Við verðum að beita okkur við þingmenn, Samgönguráðuneytið og Vegagerðina til að fá þessum hlutum breytt.  Það er hlutverk sveitarfélagsins og það mun Miðflokkurinn gera ef hann fær fylgi til þess.

  1. Flugsamgöngur: Á Fljótsdalshéraði er alþjóðlegur flugvöllur.  Svo virðist sem aðrir landshlutar eða Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því og alls ekki þau fyrirtæki sem segjast þurfa að vera í nágrenni við alþjóðlegan flugvöll með starfsemi sína á Íslandi (gagnaver).  Við sem sveitarfélag verðum að berjast fyrir tilveru þessa flugvallar, berjast fyrir því að hlutverk hans aukist og búnaður og aðstaða hans verði færð upp í það sem best gerist.  Það er sveitarfélagsins að berjast fyrir þessu, auglýsa flugvöllinn þannig að hann komist á kortið og það mun Miðflokkurinn gera ef hann fær umboð ykkar til þess.

  2. Siglingar á Leginum: Fyrir nokkrum árum síðan var viðurkennd ferskvatnshöfn við Löginn.  Sú höfn komst á hafnarskrá, en ekkert hefur verið gert til að bæta aðstöðuna við fljótið, þannig að áhugasamir um siglingar geti stundað sport sitt. Vita- og hafnarmálastofnun hefur skyldur gagnvart öllum höfnum í landinu sem eru komnar á hafnaskrá. Þess vegna ber þeim að styrkja höfnina við Löginn.  Það er sveitarfélagsins að berjast fyir rétti sínu í þessu og vera með gott aðgengi fyrir þá sem hana nota.  Miðflokkurinn mun berjast fyrir þessu fái hann styrk til þess.

  3. Þjóðvegurinn til Evrópu: Norræna siglir frá Seyðisfirði til Evrópu og er eina tenging okkar með bíla til Evrópu.  Þjóðvegurinn til Seyðisfjarðar er ekki í lagi og því nauðsynlegt að grafa göng til Héraðs sem fyrst.  Hjálpum Seyðfirðingum að fá göng og þar með heilsárstengingu við Hérað og aðrar samgöngur um Austurland. Sameinum Seyðisfjörð, Borgarfjörð-eystri og Djúpavog, Fljótsdalshérði sem fyrst. Þetta er eitt af baráttumálum Miðflokksins.

 

                                                                        Björn Ármann Ólafsson

Samgöngur á Fljótsdalshéraði

 

© Miðflokkurinn Fljótsdalshéraði