Kosningar 2018

Miðflokkurinn á Fljótsdalshéraði er hópur sem vill vinna af krafti að framförum í sveitarfélaginu okkar í öflugri samvinnu við íbúa og atvinnulíf

  • Samvinna 

Við viljum auka áhrif íbúa með meiri samvinnu og samtali í ólíkum málaflokkum. Unnið verður út frá hugmyndafræði straumlínustjórnunar. Með því náum við að nýta betur mannauð samfélagsins og allir íbúar hafi kost á að láta rödd sína heyrast og hafa áhrif.

  • Hugmyndabox

Hugmyndabox er vettvangur til þess að setja inn hugmyndir sem geta komið samfélaginu okkar til góða. Við trúum því að sameiginlegur styrkur okkar sé meiri en við áttum okkur á og við trúum því að frumkvæðið þurfi að koma frá okkur sjálfum.  Við viljum hlusta á þig.

  • Umhverfismál

Við leggjum ríka áherslu á umhverfisstefnu sem byggir á ábyrgð gagnvart umhverfi og komandi kynslóðum.

  • Atvinnumál

Aukin umsvif í atvinnulífinu eru forsenda framfara í sveitarfélaginu. Því viljum við setja aukinn kraft í málaflokkinn, styrkja samstarf á því sviði auk þess að efla stuðning við nýsköpun.

  • Skólamál

Við viljum styðja fjölskyldur í sínu uppeldishlutverki með það markmið að veita framúrskarandi þjónustu í skólum sveitarfélagsins fyrir börn frá eins árs aldri.  Við viljum einnig þróa skólastarfið til þess að búa börnin okkar undir áskoranir 21. aldarinnar og áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar sem þegar er hafin.

  • Fjármál

Við leggjum áherslu á ábyrga fjármálastjórnun. Öll stærri verkefni verða kynnt fyrir íbúum og þær leiðir og forsendur sem þar liggja að baki.

  • Húsnæðismál 

Við viljum stuðla að uppbyggingu á Leiguheimilum með úrræðum Íbúðalánasjóðs samkvæmt lögum um almennar íbúðir.

  • Skipulagsmál

Við viljum hefja uppbyggingu í miðbæ Egilsstaða í samstarfi við hagsmunaaðila. Tryggja þarf aðgengi fyrirtækja og einstaklinga að lóðum á deiliskipulögðum svæðum.

  • Sameiningarmál

Við viljum setjast niður með nágrönnum okkar á Seyðisfirði, Borgarfirði og Djúpavogi og ræða sameiningarmál af fullum þunga.  Einnig teljum við það skyldu okkar að vinna að frekari þróun á því sviði og taka þá umræðu áfram.

  • Ímynd og útlit svæðisins 

Við viljum gera átak í að bæta ásýnd sveitarfélagsins þannig að það sé snyrtilegra og upplifun allra af svæðinu verði jákvæðari 

Okkar loforð til íbúa og aðalkosningamál er aukin samvinna og samstarf

© Miðflokkurinn Fljótsdalshéraði